Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins: Vörustjórnun og fjórða iðnbyltingin

30.04.2019

Vorráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands verður haldin 7. maí næstkomandi á Grand Hóteli. Félag atvinnurekenda styður ráðstefnuna ásamt Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum iðnaðarins og GS1. Umfjöllunarefnið er rekjanleiki með nýjum kröfum og tækni.

Á ráðstefnunni munu fjölmargir aðilar, íslenskir og erlendir, flytja erindi sem tengjast rekjanleika og þeim möguleikum sem rekjanleiki býður upp á með nýrri tækni og gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta sér í starfsemi sinni. Slíkt hefur marga kosti, þ.á.m. að auka þjónustugæði við afhendingu vara, auka sýnileika fyrir viðskipavini sem auðveldar val á vörum, auka öryggi vöru og innihalds, koma í veg fyrir svindl í markaðsetningu og stuld, auka gagnsæi gegnum aðfangakeðjuna, minnka kostnað við rangar afhendingar, gera skráningu kolefnisfótspors mögulega, auka fæðuöryggi, minnka sóun og minnka áhættu ásamt mörgu fleiru. Á ráðstefnunni er horft til þess hvaða raunhæfu möguleikar eru til staðar til að auka virði vöru á markaði með betri og háþróaðri rekjanleika, notkun staðla og auknum tengjanleika milli fyrirtækja til að bæta stöðu neytenda, samkeppnisstöðu fyrirtækja og  afurða á íslenskri og erlendri grundu.

Félagsmenn FA eru hvattir til að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Skráning þarf að fara fram fyrir 6. maí.

 

Skráning á ráðstefnuna

Dagskrá ráðstefnunnar

Nýjar fréttir

Innskráning