Félag atvinnurekenda og Vörustjórnunarfélagið efna til morgunráðstefnu kl. 8.30-11 miðvikudaginn 23. október, undir yfirskriftinni Vöruhús 21. aldarinnar – sjálfvirkni- og snjallvæðing í vöruhúsum. Nokkur hópur íslenskra fyrirtækja hefur tekið í notkun róbótavöruhús eða -turna og vaxandi áhugi er á að að nýta sjálfvirkni, snjalltækni og gervigreind við stjórnun vöruhúsa.
Uppfært 14. október: Við þökkum frábærar viðtökur við ráðstefnunni. Það stefnir í fullt hús og við tökum því ekki við fleiri skráningum.
Ráðstefnan er haldin í fundarsal Innness ehf. í Korngörðum 3, efstu hæð. Hátæknivöruhús Innness verður jafnframt skoðað og að lokum farið í heimsókn í róbótavöruhús Raftækjalagersins í Klettagörðum.
Dagskráin er eftirfarandi:
8.15 Húsið opnar – Léttur morgunverður í boði Innness
8.30 Hátæknivöruhús Innness – Virkni og ávinningur – Björgvin Hansson, vöruhúsastjóri Innness
8.45 Vöruhús Innness skoðað – með leiðsögn stjórnenda frá fyrirtækinu
9.25 Automation – The Element Way – Christian Walby sölustjóri hjá Element Logic í Noregi og Kjetil Velde sölustjóri hjá AutoStore
10.00 Spálíkön og gervigreind við rekstur vöruhúsa – Stefán Baxter forstjóri Snjallgagna
10.20 Ekið í Raftækjalagerinn, Klettagörðum 21 (3 mínútna akstur)
10.30 Skoðunarferð um vöruhús Raftækjalagersins (lausnir frá Autostore og Element Logic)
11.00 Ráðstefnulok
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er fundarstjóri.
Ekki er tekið við fleiri skráningum á ráðstefnuna, við erum komin með fullt hús.