VR boðar verkfall – félagsfundur FA um verkföll og áhrif þeirra

19.05.2015
Inga Skarphéðinsdóttir
Inga Skarphéðinsdóttir

Stéttarfélagið VR, sem er stærsti viðsemjandi Félags atvinnurekenda á vinnumarkaði, hefur samþykkt vinnustöðvun hjá aðildarfyrirtækjum FA samkvæmt tilkynningu frá stéttarfélaginu. FA hefur vegna fjölda fyrirspurna um áhrif verkfalla á fyrirtæki og réttarstöðu félagsmanna boðað til félagsfundar næstkomandi föstudag til að veita upplýsingar og ræða málin.

Inga Skarphéðinsdóttir lögfræðingur félagsins mun halda erindi á fundinum og fara yfir framkvæmd og áhrif verkfalla, t.d. hverjum beri að leggja niður vinnu, hverjir megi vinna í verkfalli o.s.frv. Að loknu erindi Ingu verður fyrirspurnum svarað.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 22. maí klukkan 8:30 í húsnæði félagsins, Kringlunni 7. Léttur morgunmatur verður í boði. Hægt er að skrá sig á fundinn hér.

Samkvæmt tilkynningu VR voru 813 félagar í starfi hjá aðildarfyrirtækjum SA á kjörskrá. Af þeim greiddu 29,8% atkvæði. Fylgjandi boðun verkfalls voru 139 eða 57,4% en andvígir 96 eða 39,7%. Auð atkvæði voru sjö, eða 2,9%.

 

 

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning