Hæstiréttur staðfestir að innflutningsbann á fersku kjöti sé ólöglegt: Síðasta tylliástæðan til að gera ekkert er úr sögunni

11.10.2018

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ferskra kjötvara, þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins brjóti í bága við EES-samninginn og sé ólöglegt. Dómur Héraðsdóms féll í nóvember 2016. Í nóvember í fyrra féll dómur EFTA-dómstólsins, þar sem komist var að skýrri niðurstöðu um að bæði bannið við innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti og bann við innflutningi á ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk frá ríkjum EES gengi gegn samningnum. Íslensk stjórnvöld héldu áfrýjun dóms Héraðsdóms engu að síður til streitu.

„Það hefur legið fyrir árum saman að íslensk stjórnvöld hefðu vísvitandi brotið EES-samninginn og að þetta mál væri fyrirfram tapað, eins og Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra viðurkenndi raunar á fundi Félags atvinnurekenda fyrr á árinu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Síðasta tylliástæða stjórnvalda til að bíða með að fella bannið úr gildi er nú úr sögunni. Félag atvinnurekenda hvetur ráðherrann eindregið til að grípa þegar í stað til aðgerða til að aflétta þessu ólöglega og óþarfa banni.“

Samkvæmt skýrslu, sem Food Control Consultants vann fyrir FA, eru ekki haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería, þótt slíku sé oft haldið fram.

Dómur Hæstaréttar

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning