FA hélt áfram baráttu sinni gegn þeirri áráttu stjórnsýslunnar að „gullhúða“ Evrópulöggjöf sem tekin er upp í íslenskan rétt, þ.e. að bæta séríslenskum íþyngjandi kvöðum við Evrópureglurnar. Félagið hélt félagsfund um málið þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að Kristrún sagði að embættismenn réðu miklu, sem hefði bæði kosti og galla, en stjórnmálamenn yrðu að sjálfsögðu að axla ábyrgð á löggjöfinni á endanum. „Það er ráðherra sem kvittar undir það frumvarp sem fer út,“ sagði hún.
Stórt skref var stigið með tillögum starfshóps utanríkisráðherra, sem lagði til aðgerðir til að vinna gegn gullhúðun og um það hvernig fagráðuneytin geti unnið að „afhúðun“, þ.e. að afnema íþyngjandi reglur sem bætt hefur verið við Evrópureglurnar að þarflausu. FA tók málið m.a. upp á árlegum fundi félagsins og viðskiptaráða þess með utanríkisráðherra.