Aðalfundur FA 13. febrúar – skráning hér

30.01.2024

Aðalfundur Félags atvinnurekenda fer fram á Grand Hóteli Reykjavík, kl. 15 þriðjudaginn 13. febrúar næstkomandi. 

Dagskráin er eftirfarandi, skv. lögum FA: 
1. Skýrsla stjórnar um starf félagsins árið 2023.
2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
3. Fjárhagsáætlun og tillaga um félagsgjöld lögð fram til samþykktar.
4. Kjör þriggja meðstjórnenda í stjórn félagsins.

Stjórn félagsins bárust engar tillögur til lagabreytinga eða um önnur mál sem fundurinn skyldi taka til umfjöllunar.

Framboð til stjórnar
Að þessu sinni skal kjósa þrjá meðstjórnendur til tveggja ára. Framboðsfrestur rann út í dag, 30. janúar, og þrjú framboð bárust:

  • Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður og eigandi í Hvíta húsinu, varaformaður FA.
  • Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO.
  • Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Innness.

Þau hafa öll setið í stjórn undanfarin tvö ár og gefa kost á sér til endurkjörs.

Skráning á aðalfundinn fer fram hér að neðan. Við minnum jafnframt á opinn fund, Er ríkið í stuði?, um samkeppni á orkuskiptamarkaðnum, sem fer fram í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst kl. 16. Hér er hægt að skrá sig á hann.

Móttaka með léttum veitingum verður að fundahöldum loknum. 

Skráning á aðalfund FA 2024

Nýjar fréttir

Innskráning