Aðalfundur FA 4. febrúar – skráðu þig hér

28.01.2016
Aðalfundur 2015 21
Frá aðalfundi FA í fyrra. Birgir Bjarnason formaður flutti skýrslu stjórnar.

Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í Nauthóli, Nauthólsvegi 106, kl. 16 fimmtudaginn 4. febrúar næstkomandi. 

Dagskráin er eftirfarandi, skv. lögum FA: 

1. Skýrsla stjórnar um starf félagsins árið 2015.

2. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar.

3. Fjárhagsáætlun lögð fram til samþykktar.

4. Lagabreytingar eða önnur mál.

5. Kjör fjögurra manna í stjórn félagsins.

6. Kjör þriggja manna í kjararáð félagsins og jafnmargra til vara.

Engar tillögur til lagabreytinga eða um önnur mál til að taka upp á fundinum hafa borist stjórn félagsins.

Kosið er um þrjá meðstjórnendur til tveggja ára og einn meðstjórnanda til eins árs. Áfram sitja í stjórn þeir Birgir Bjarnason, Íslensku umboðssölunni, formaður, og Bjarni Ákason, Epli.is – Skakkaturninum. 

Fjögur framboð hafa borist til stjórnar:

Hannes Jón Helgason, framkvæmdastjóri Reykjafells, gefur kost á sér til endurkjörs til tveggja ára.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, gefur kost á sér til endurkjörs til tveggja ára.

Anna Kristín Kristjánsdóttir, eigandi og stjórnarmaður í Hvíta húsinu, gefur kost á sér til tveggja ára.

Margrét Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Nova, gefur kost á sér til eins árs (í stað Guðnýjar Rósu Þorvarðardóttur, sem gengur úr stjórn eftir árs setu).

Við minnum á opinn fund um skapandi greinar, sem fer fram á undan aðalfundinum og hefst kl. 14.

Skráning á aðalfundinn – athugið að velja réttan viðburð

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning