Aðalfundur FA í dag og ársskýrslan birt á vefnum

10.02.2022
Starfsfólk FA efndi til stefnumótunarhelgi undir Eyjafjöllum í febrúar 2021. Frá vinstri: Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður, Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri, Bjarndís Lárusdóttir skrifstofustjóri og Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur.

Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í dag kl. 16. Vonandi verður það síðasti fjar-aðalfundurinn í bili, en stjórn félagsins ákvað að hafa þann háttinn á annað árið í röð þar sem samkomutakmarkanir eru enn í gildi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ársskýrsla félagsins hefur nú verið birt. Hún hefur ekki verið prentuð á pappír undanfarin ár, heldur er gagnvirkur undirvefur hér á atvinnurekendur.is. Þar er annars vegar hægt að skoða fréttir af félaginu árið 2021 í tímaröð og hins vegar yfirlit um þau málefni og viðfangsefni sem FA lét til sín taka á árinu. Á vefnum er jafnframt að finna yfirlit yfir umsagnir FA um tillögur að lögum og reglugerðum, myndbandsviðtöl við félagsmenn og fleira efni.

Hér neðar á síðunni má sjá viðtal við Jakob Hrafnsson, félagsmann í FA, þar sem hann svarar spurningunni „Hvað græðir þitt fyrirtæki á aðild að FA?“ Fleiri slík eru á ársskýrsluvefnum.

Úr starfsemi ársins 2021 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning