Aðalfundur FA í dag – Ársskýrsla komin á vefinn

13.02.2024

Aðalfundur Félags atvinnurekenda er haldinn í dag kl. 15 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Þar verður m.a. kjörið í stjórn félagsins og farið yfir starfsemi síðasta árs. Félagsmenn geta skráð sig á fundinn hér að neðan. Í beinu framhaldi verður haldinn opinn fundur um samkeppni í orkuskiptum, „Er ríkið í stuði?“. Við hvetjum félagsmenn til að mæta á báða fundina og blanda geði við aðra félagsmenn og starfsfólk félagsins í móttöku að fundahöldum loknum.

Eins og undanfarin ár er ársskýrsla félagsins eingöngu gefin út á vefnum. Þar má skoða yfirlit um helstu baráttumál og starfsemi félagsins, stutt viðtöl við félagsmenn, ummæli félagsmanna í þjónustukönnun félagsins og yfirlit yfir umsagnir FA um lagafrumvörp og reglur, svo eitthvað sé nefnt.

Félagið varð 95 ára á árinu 2023. Eins og flest ár frá stofnun félagsins var baráttan fyrir viðskiptafrelsi og virkri samkeppni efst á blaði. Á þessum tímamótum flutti félagið ennfremur í nýtt og glæsilegt húsnæði. Félagsmenn hafa sjaldan lýst jafnmikilli ánægju með starf og þjónustu félagsins í hinni árlegu þjónustukönnun.

Ársskýrsla FA fyrir 2023

Skráning á aðalfund FA

Skráning á aðalfund FA 2024

Skráning á opinn fund um samkeppni í orkuskiptum, „Er ríkið í stuði?“

Skráning á opinn fund um orkuskipti

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning