Ársskýrsla 2023

Félag atvinnurekenda varð 95 ára á árinu 2023. Eins og flest ár frá stofnun félagsins var baráttan fyrir viðskiptafrelsi og virkri samkeppni efst á blaði. Á þessum tímamótum flutti félagið ennfremur í nýtt og glæsilegt húsnæði. Félagsmenn hafa sjaldan lýst jafnmikilli ánægju með starf og þjónustu félagsins. Smelltu á fyrirsagnirnar hér að neðan til að kynna þér nánar baráttu og starf FA.

Efst á baugi

17. janúar 2024

Ummæli félagsmanna

Framkvæmdastjóri Banana

Stjórnarformaður Eirbergs og Stuðlabergs

Framkvæmdastjóri Danól

Framkvæmdastjóri Sportís

Tilvitnanir úr þjónustukönnun

„[Félagið hefur] verið virkt í baráttu fyrir hagsmunamálum okkar allra.“

„[Þið hafið] verið sýnileg og málefnaleg í allri umræðu.“

„Gott upplýsingaflæði, virk barátta, sýnilegt félag.“

„FA vinnur almennt mjög gott starf.“

„[Vel gert hjá félaginu] að vekja athygli á fjölgun opinberra starfsmanna og launaskriði í opinbera geiranum á opna fundinum í febrúar.“

„Frábært aðhald vegna fjölgunar ríkisstarfsmanna og samkeppnismála í skipaflutningum.“

„FA stendur sig vel.“

„[FA] er sýnilegt og hávært í málefnum sem fáir eru að tala fyrir.“

 

Önnur viðfangsefni ársins

Umbætur á vinnumarkaði
FA hvatti til þess að gerðar yrðu umbætur á vinnumarkaði, m.a. í því skyni að vinna bug á hárri verðbólgu og vöxtum. Félagið lagði annars vegar til að starfsmannalöggjöf ríkisins yrði breytt til að auðvelda aðhald í ríkisrekstrinum og hins vegar að fyrirheit um að efla embætti ríkissáttasemjara og veita því ótvíræðar heimildir til inngripa í kjaradeilur yrðu efnd.
Varaseðlabankastjóri varar við óhóflegum launahækkunum
Varaseðlabankastjóri mætti á félagsfund FA og fór yfir stöðu efnahagsmála. Hún sagði að næðist ekki að auka framleiðni hér á landi væri hætta á að verulegar launahækkanir umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans gætu fóðrað verðbólguna.
Félagsfundur um einfaldað heilbrigðiseftirlit
Ármann Kr. Ólafsson, formaður starfshóps umhverfisráðherra um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum, mætti á félagsfund og skýrði hvað tillögur um einfaldað eftirlit þýddu í reynd fyrir atvinnurekendur. Hópurinn leggur m.a. til að leggja niður heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna.
Hringavitleysa í póstmálum
FA hvatti til þess að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd póstlaga yrði flýtt, enda hefði Íslandspóstur brotið lög um gjaldskrá og eftirlitsstofnanir ekki sinnt hlutverki sínu. Pósturinn væri áfram að fá niðurgreiðslur úr vasa skattgreiðenda sem væru ekki í samræmi við póslögin.
Neyðarástand í orkumálum
FA hvatti Alþingi til að einfalda regluverk vegna leyfisveitinga fyrir nýjar virkjanir vegna skorts á raforku í landinu. FA sagði þingið standa frammi fyrir því verkefni að setja nokkurs konar neyðarlög, sem flýta leyfisveitingum vegna tiltekinna virkjanakosta í nýtingarflokki rammaáætlunar.
Þögn landlæknis um stöðu Origo
FA reyndi að knýja fram svör Landlæknisembættisins um það hvernig yrði hindrað að Origo hf. yrði beggja vegna borðs, annars vegar sem eigandi stjórnandi mikilvægra kerfa í heilbrigðiskerfinu og hins vegar keppinautur ýmissa smærri fyrirtækja sem bjóða lausnir sem tengjast inn í kerfin. Svarleysið er óboðlegt.
Tillögur um þak á hækkun fasteignaskatta
FA hafði frumkvæði að samstarfi félagsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um að leita leiða til að einfalda og bæta kerfi fasteignaskatta. Á meðal tillagna hópsins var að setja þak á árlega hækkun fasteignaskatta á fólk og fyrirtæki.
Staða birgja við gjaldþrot verði bætt
FA stóð ásamt fleiri félagasamtökum að áskorun á stjórnvöld að breyta lögum þannig að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Eins og nú háttar til eru vörur, sem ekki hafa verið greiddar og eru ennþá eign birgja, seldar til þess að lánastofnanir fái eitthvað upp í sínar kröfur.
Hæpnar breytingar á skattmati gjafa til starfsmanna
FA krafði Skattinn og fjármálaráðuneytið svara vegna breytinga á skattmati, sem gera greinarmun á gjöfum vinnuveitenda til starfsmanna eftir formi þeirra. Þannig er t.d. bankakort skattskylt en ekki inneignarkort í tiltekinni verslun eða verslanamiðstöð. FA mun áfram láta reyna á réttmæti þessara breytinga.

Umsagnir um þingmál og reglur

Félag atvinnurekenda gefur umsagnir og gerir athugasemdir við fjölmörg þingmál, drög að frumvörpum, áform um lagasetningu og reglugerðir. Umsagnirnar á árinu voru samtals 20.

Fréttir ársins af vef FA

21. desember 2023
7. desember 2023
29. nóvember 2023
18. nóvember 2023

Innskráning