Gegn spillingu og samkeppnishömlum í farmiðakaupum ríkisins

FA beitti sér fyrir því að ríkisstofnanir tækju hagkvæmasta kostinn þegar keyptir væru flugfarmiðar fyrir starfsmenn þeirra, en sýnt var fram á að Alþingi og fleiri ríkisstofnanir versluðu langtum minna við Play en Icelandair og tengd fyrirtæki, raunar óeðilega lítið miðað við framboð Play á flugferðum. FA benti á að það að starfsmenn fengju vildarpunkta fyrir að fljúga með tilteknum flugfélögum yki hættuna á að viðskiptum væri beint til þeirra umfram önnur.

FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra samtals þrjú erindi, þar sem félagið benti á að það væri ekki eingöngu sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu ævinlega hagkvæmasta kostinn þegar valið væri flug fyrir starfsmenn. Það að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þæðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum til Icelandair eða annarra flugfélaga með tryggðarkerfi væri einfaldlega bæði ólöglegt samkvæmt hegningarlögum og færi gegn siðareglum þingsins, siðareglum starfsmanna stjórnarráðsins, almennum siðareglum ríkisstarfsmanna og reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, héti einfaldlega spilling og lög og siðareglur ættu að hindra slíkt.

Fréttir um málefnið

Innskráning