Lyfjaskortur í boði ríkisins

FA blandaði sér í umræðuna um lyfjaskort, sem upp kemur af og til, og benti á að honum yrði ekki mætt með auknu eftirliti ríkisins, sem lagt hefur verið til, heldur með því að breyta stefnu stjórnvalda varðandi verðlagningu lyfja og gjaldtöku af lyfjafyrirtækjum.

FA benti á að annars vegar væri það stefna stjórnvalda um að heildsöluverð lyfja skuli miðast við lægsta verð eða meðalverð á margfalt stærri mörkuðum, sem fældi lyfjaframleiðendur frá því að skrá og markaðssetja lyf sín á Íslandi. Hins vegar væri það gjaldtaka Lyfjastofnunar við skráningu lyfja sem væri fyrirstaða. Kostnaður við skráningu lyfja er langtum hærra hlutfall veltu á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. 

Fréttir um málefnið

Innskráning