Flutningar á 95 ára afmælisári

FA flutti skrifstofur sínar í byrjun júní, úr Húsi verslunarinnar þar sem félagið hafði starfað í um 40 ár, og í Skeifuna 11. Nýja staðsetningin er í hringiðu verslunar í Reykjavík og má nefna að í innan við kílómetra radíus eru 20 félagsmenn FA með starfsemi.

Nýja húsnæðið í Skeifunni var tekið í gegn í hólf og gólf og hentar starfsemi félagsins mun betur en fyrra húsnæðið í Kringlunni, um leið og rekstrarkostnaður lækkar.

Innflutningshófi og afmælishófi vegna 95 ára afmælis félagsins var slegið saman þann 1. júní, en flutt var inn á afmælisdegi félagsins 28. maí.

Fréttir um málefnið

Innskráning