Barátta fyrir heilbrigðri samkeppni í sjóflutningum

Hækkanir á sjófrakt og ógegnsæjar verðskrár stóru skipafélaganna voru á meðal helstu umkvörtunarefna félagsmanna FA á árinu. Félagið hefur lengi talað fyrir nauðsyn aukinnar samkeppni í sjóflutningum og er óhætt að segja að það hafi stutt við þann málflutning er Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun í máli Samskipa vegna ólögmæts samráðs við Eimskip og fylgdi henni eftir með áliti og tilmælum, m.a. til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og hafnaryfirvalda í Faxaflóahöfnum að grípa til aðgerða til að efla samkeppni.

FA fylgdi áliti Samkeppniseftirlitsins eftir með ýmsum hætti, m.a. með erindrekstri gagnvart stjórnvöldum sem það beinist að. FA hvatti til þess að fákeppnisstaða stóru skipafélaganna í Sundahöfn yrði brotin upp og keppinautum þeirra veittur aðgangur að hafnaraðstöðu og þjónustu á sanngjörnum forsendum. Þá hvatti FA félagsmenn sína til að sýna skipafélögunum aðhald og krefjast t.d. rökstuðnings fyrir gjaldskrárhækkunum og álagningu nýrra umhverfisgjalda.

Fréttir um málefnið

18. nóvember 2023
18. ágúst 2023

Innskráning