Guðrún Ragna endurkjörin formaður á aðalfundi

Guðrún Ragna Garðarsdóttir var endurkjörin formaður FA á vel sóttum aðalfundi félagsins í febrúar. Fjórir félagsmenn sóttust eftir tveimur sætum meðstjórnenda, sem kosið var í á fundinum. Þau Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma, og Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, hlutu bæði endurkjör og var stjórnin því óbreytt að aðalfundi loknum.

Fréttir um málefnið

Innskráning