Aðalfundur FA verður 11. febrúar

6271c278d3f247a9Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn á Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi.

Í tengslum við aðalfundinn verður haldinn opinn fundur undir yfirskriftinni „Leiðtoginn í atvinnulífinu“. Fundurinn hefst kl. 14. Frummælendur eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma.

Að opna fundinum loknum verða hefðbundin aðalfundarstörf kl. 16. Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay, stýrir fundi. Aðalfundinum lýkur síðan með móttöku þar sem fundargestum verður boðið upp á léttar veitingar.

Skráðu þig á fundinn.

Skoðaðu dagskrá fundarins

Deila
Tísta
Deila
Senda