Aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins (ÍIV) verður haldinn 15. júní næstkomandi kl. 10 í húsakynnum Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Dagskráin er eftirfarandi:
1. Bala Kamallakharan, formaður ÍIV, setur fundinn.
2. Rajiv Kumar Nagpal, sendiherra Indlands á Íslandi: India and Iceland – mutual business opportunities
3. Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW Air: Að taka skrefið og þora – Starfsemi WOW Air á Indlandi.
4. Hefðbundin aðalfundarstörf:
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar
Skýrsla endurskoðenda
Lausn stjórnar
Val stjórnar til tveggja ára
Val endurskoðanda
Ákvörðun félagsgjalds
Íslensk-indverska viðskiptaráðið var stofnað 2005 og hefur að markmiði að efla verslunar- og viðskiptasambönd milli Indlands og Íslands. Ennfremur er það vettvangur til skoðana- og upplýsingaskipta milli viðskiptaaðila og ríkisstjórna beggja landa.
Undanfarið starfsár hafa verið tveir viðburðir á vegum ráðsins. Í júlí var haldinn morgunverðarfundur um viðskiptatækifæri á Indlandi og í september var tekið á móti hópi um 50 indverskra athafnakvenna í Íslandsheimsókn. Vilji er til þess af hálfu stjórnar ÍIV og FA að efla starf ráðsins og er nú unnið að því að fjölga aðildarfyrirtækjum.
Skráning á fundinn hér að neðan.