Ári apans fagnað

09.02.2016

IMG_6489Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda hýsir, og Kínversk-íslenska menningarfélagið héldu vel sóttan áramótafagnað í gærkvöldi. Því var fagnað að ár apans gengur í garð í Kína.

Yfir 50 manns mættu í kvöldverð á kínverska veitingahúsinu Tian á Grensásvegi. Hafliði Sævarsson verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla  Íslands hélt erindi um hrun hlutabréfamarkaðarins í Kína og efnahagshorfur almennt. Þá flutti Halldór Zhan Xinyu, sem stundar nám í íslensku, stutta tölu. Gerður var góður rómur að máli beggja, en gestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Halldóri sem hefur á stuttum tíma náð góðum tökum á íslenskunni og sló um sig með orðatiltækjum á borð við „grunaði ekki Gvend.“

Stöð 2 sendi út beint frá Tian í upphafi áramótafagnaðarins og ræddi við Arnþór Helgason formann KÍM.

Útsending Stöðvar 2

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning