Ári kanínunnar fagnað 2. febrúar

19.01.2023

Í tilefni af kínversku áramótunum efna Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV), Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og sendiráð Kína á Íslandi til áramótafagnaðar 2. febrúar næstkomandi. Við fögnum ári kanínunnar, sem verður þá nýgengið í garð.

Kvöldverðurinn verður haldinn í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a (gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdal) og hefst kl. 19.

Höfuðstöðin í Elliðaárdal.

Viðburðurinn hefst með ávarpi sendiherra Kína, He Rulong, og stendur sendiráðið í framhaldi af því fyrir kynningu á vörusýningunni fjölsóttu, China Import Expo í Sjanghæ, sem fjöldi Íslendinga hefur sótt í áranna rás.

Matseðill
Í boði er kínverskur matur frá veitingastaðnum Tian fyrir 6.000 krónur á mann. Réttirnir eru eftirfarandi:

  • Stökk Peking-önd (með hveitiköku, agúrku, vorlauk og sósu)(烤鸭。鸭饼,黄瓜,葱)
  • Lambakjöt að hætti Mongólíu (自然羊肉)
  • Vorrúllur(春卷)
  • Kung pao-kjúklingur(宫宝鸡)
  • Heimatilbúið tófú (家常豆腐)
  • Steiktir dumplings (fylltar hveitibollur)( 煎饺子)
  • Pönnusteikt grænmeti.(炒蔬菜)
  • Djúpsteiktar rækjur (炸虾)
  • Te (茶)

Leiðbeiningar um akstur að Höfuðstöðinni.

Meðan á borðhaldi stendur mun Xiaohang Liu leika á kínverska hljóðfærið Guzheng.

Áramótafagnaðurinn er nú haldinn í fyrsta sinn síðan 2020. Við hvetjum félagsmenn ÍKV og KÍM eindregið til að mæta vel og bjóða maka eða öðrum félaga með.

Skráning fer fram hér að neðan. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 30. janúar næstkomandi.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning