Gagnrýni á fjölgun og sérréttindi ríkisstarfsmanna

Á aðalfundi FA í febrúar var kynnt skýrslan „Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu?“ sem Intellecon vann fyrir félagið. Skýrslan vakti mikla athygli og fékk góða umfjöllun í fjölmiðlum. Á meðal niðurstaðna var að starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga fjölgaði um 11.400 á árunum 2015 til 2021 sé litið til talna vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Það […]

Flutningar á 95 ára afmælisári

FA flutti skrifstofur sínar í byrjun júní, úr Húsi verslunarinnar þar sem félagið hafði starfað í um 40 ár, og í Skeifuna 11. Nýja staðsetningin er í hringiðu verslunar í Reykjavík og má nefna að í innan við kílómetra radíus eru 20 félagsmenn FA með starfsemi. Nýja húsnæðið í Skeifunni var tekið í gegn í […]

Barátta fyrir heilbrigðri samkeppni í sjóflutningum

Hækkanir á sjófrakt og ógegnsæjar verðskrár stóru skipafélaganna voru á meðal helstu umkvörtunarefna félagsmanna FA á árinu. Félagið hefur lengi talað fyrir nauðsyn aukinnar samkeppni í sjóflutningum og er óhætt að segja að það hafi stutt við þann málflutning er Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun í máli Samskipa vegna ólögmæts samráðs við Eimskip og fylgdi henni eftir […]

Bandalag um baráttu fyrir tollalækkunum

Baráttan fyrir lækkun tolla setti svip sinn á málefnabaráttu félagsins eins og flest undanfarin ár. Í byrjun ársins myndaði FA bandalag með viðsemjendum sínum innan Alþýðusambandsins, VR og Rafiðnaðarsambandinu, um að krefja stjórnvöld um lækkun tolla í þágu baráttunnar gegn verðbólgunni. FA og stéttarfélögin kröfðust þess jafnframt að tekið yrði á háttsemi innlendra bænda og […]

Könnun FA: 90% félagsmanna ánægðir með starf og baráttu félagsins

Yfirgnæfandi ánægja er meðal félagsmanna FA með alla helstu þjónustuþætti félagsins, samkvæmt árlegri þjónustukönnun sem gerð er í aðdraganda aðalfundar. 90% félagsmanna segjast ánægðir eða mjög ánægðir með starf félagsins í heild. Mest notuðu þjónustuþættir FA voru lögfræðiþjónustan og upplýsingapóstar um margvísleg málefni, en í báðum tilvikum var ánægja með þjónustuna yfir 85%. Svipaða sögu […]

Gagnrýnisrödd gegn hæstu áfengissköttum Evrópu

FA var áfram helsti gagnrýnandi hárra áfengisskatta á Íslandi. Í byrjun ársins birti félagið niðurstöður úttektar sem það vann í samstarfi við Spirits Europe, Evrópusamtök áfengisframleiðenda, um hækkanir áfangisskatta um áramótin. Í ljós kom að af 36 Evrópuríkjum hækkuðu 26 áfengisskatta ekki neitt, þrátt fyrir metverðbólgu í flestum ríkjum álfunnar. Eina ríkið sem hækkaði þá […]

Lyfjaskortur í boði ríkisins

FA blandaði sér í umræðuna um lyfjaskort, sem upp kemur af og til, og benti á að honum yrði ekki mætt með auknu eftirliti ríkisins, sem lagt hefur verið til, heldur með því að breyta stefnu stjórnvalda varðandi verðlagningu lyfja og gjaldtöku af lyfjafyrirtækjum. FA benti á að annars vegar væri það stefna stjórnvalda um […]

Gegn spillingu og samkeppnishömlum í farmiðakaupum ríkisins

FA beitti sér fyrir því að ríkisstofnanir tækju hagkvæmasta kostinn þegar keyptir væru flugfarmiðar fyrir starfsmenn þeirra, en sýnt var fram á að Alþingi og fleiri ríkisstofnanir versluðu langtum minna við Play en Icelandair og tengd fyrirtæki, raunar óeðilega lítið miðað við framboð Play á flugferðum. FA benti á að það að starfsmenn fengju vildarpunkta […]

Starfsemi á vegum viðskiptaráðanna

Að vanda var öflugt starf á vegum millilandaviðskiptaráðanna fjögurra sem FA rak á árinu. Samstarfi FA og Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins var slitið í lok ársins. Á árinu stóð ÍKV hins vegar fyrir áramótafagnaði vegna kínversku áramótanna ásamt Kínversk-íslenska menningarfélaginu og sendiráði Kína, og málþingi um samstarf Íslands og Kína í loftslagsmálum. Íslensk-evrópska viðskiptaráðið lýsti meðal annars […]

Vinsæl örnámskeið

FA hélt áfram að bjóða upp á örnámskeið á netinu fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja. Á árinu voru þau víkkuð út fyrir hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri og tekið m.a. á starfsmannamálum og samkeppnismálum. Námskeiðin byggjast á þeirri hugmynd að stjórnendur þurfi ekki að eyða í þau meira en sléttum 30 mínútum og á þeim tíma öðlist fólk […]

Guðrún Ragna endurkjörin formaður á aðalfundi

Guðrún Ragna Garðarsdóttir var endurkjörin formaður FA á vel sóttum aðalfundi félagsins í febrúar. Fjórir félagsmenn sóttust eftir tveimur sætum meðstjórnenda, sem kosið var í á fundinum. Þau Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma, og Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, hlutu bæði endurkjör og var stjórnin því óbreytt að aðalfundi loknum.

Gullhúðun EES-reglna gagnrýnd

FA hélt áfram gagnrýni sinni á að ráðuneytin stæðu fyrir „gullhúðun“ EES-reglna með því að bæta við reglur sem frá Evrópusambandinu koma ýmsum reglum og sérkvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir íslensk fyrirtæki. Einkar gróft dæmi um slíkt kom upp á árinu, er heilbrigðisráðherra lagði til innleiðingu á EES-reglum um aðgang stjórnvalda að birgðastöðu lyfja og […]

Innskráning