Breiðfylking gegn ólögum um samkeppnishömlur

FA hafði forgöngu um myndun breiðfylkingar samtaka verslunarfyrirtækja, launþega og neytenda gegn breytingum á búvörulögunum, sem veittu afurðastöðvum í kjötiðnaði víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum. Lagabreytingin skapar algjörlega óviðunandi rekstrarumhverfi fyrir félagsmenn FA, sem fengju þungar refsingar, yrðu þeir uppvísir að samráði, og þurfa að fara með fyrirtækjasamruna í gegnum nálarauga Samkeppniseftirlitsins, en keppinautar þeirra í […]

Áframhaldandi barátta fyrir aukinni samkeppni í skipaflutningum

FA, ásamt VR og Neytendasamtökunum, hélt áfram að þrýsta á breytingar til að greiða fyrir aukinni samkeppni í skipaflutningum. Samtökin funduðu meðal annars með borgarráði Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum um breytingar á fyrirkomulagi í Sundahöfn. Í skýrslu, sem unnin var fyrir samtökin, var reiknað út að tjón samfélagsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja hefði numið um […]

Aðalfundur: Er ríkið í stuði?

Stjórn FA var óbreytt að loknum aðalfundi í febrúar. Í framhaldi af aðalfundinum var haldinn fjölsóttur fundur, sem fékk talsverða athygli og umfjöllun, undir yfirskriftinni „Er ríkið í stuði?“. Þar var sjónum beint að þeirri staðreynd að fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga eru fyrirferðarmikil á hinum nýja markaði fyrir hraðhleðslu rafmagnsbíla og veita einkafyrirtækjum […]

Könnun FA: Sjaldan meiri ánægja meðal félagsmanna

Félagsmenn FA hafa sjaldan lýst meiri ánægju með þjónustu og baráttu félagsins en að loknu árinu 2024. Samtals sögðust 93% svarenda í könnun FA ánægðir eða mjög ánægðir með starf félagsins í heild. Sú tala hefur ekki verið hærri í könnunum félagsins. Almenn ánægja er meðal félagsmanna með þjónustu félagsins og frammistöðu þess í helstu […]

Gegn spillingu og sóun í farmiðakaupum ríkisins

FA beitti sér mjög gegn því að ríkið beindi kaupum sínum á flugfarmiðum aðallega til eins flugfélags og að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þægju vildarpunkta fyrir flug, greitt af skattgreiðendum, sem þeir gætu síðan nýtt í eigin þágu. FA beindi erindum til ýmissa aðila í ríkiskerfinu og tókst um síðir að kreista út svar frá […]

Viðsemjendum FA fjölgar

FA skrifaði undir kjarasamninga við helztu viðsemjendur sína innan Alþýðusambandsins. Samningarnir voru sambærilegir öðrum samningum á almenna vinnumarkaðnum, gilda til 2028 og hafa það að meginmarkmiði að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Í október var stigið mikilvægt skref þegar undirritaður var kjarasamningur við Visku stéttarfélag. Viska gætir hagsmuna háskólamenntaðra sérfræðinga, jafnt á almennum vinnumarkaði […]

Misnotkun veikindaréttarins til umræðu

FA blandaði sér í umræður í fjölmiðlum um misnotkun starfsmanna á veikindarétti, en hjá lögfræðiþjónustu FA fjölgar málum sem varða falskar veikindatilkynningar og tilhæfulaus læknisvottorð um óvinnufærni. Einn fjölsóttasti og líflegasti félagsfundur ársins fjallaði um misnotkun á veikindaréttinum og gildi læknisvottorða. Þar kom m.a. fram að læknisvottorð, sem byggist ekki á skoðun læknis á starfsmanni, […]

Gegn gullhúðun Evrópureglna

FA hélt áfram baráttu sinni gegn þeirri áráttu stjórnsýslunnar að „gullhúða“ Evrópulöggjöf sem tekin er upp í íslenskan rétt, þ.e. að bæta séríslenskum íþyngjandi kvöðum við Evrópureglurnar. Félagið hélt félagsfund um málið þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að Kristrún sagði að embættismenn réðu miklu, sem hefði bæði kosti og galla, en stjórnmálamenn yrðu […]

Gagnleg og vinsæl örnámskeið

Örnámskeið FA, sem haldin eru á netinu og taka aðeins 30 mínútur, nutu áfram vinsælda meðal stjórnenda í aðildarfyrirtækjum. Á námskeiðum ársins var m.a. fjallað um krísustjórnun, veikindarétt starfsmanna og neytendarétt og ábyrgðarmál.

Árangursríkt samstarf við Vörustjórnunarfélagið

FA og Vörustjórnunarfélagið áttu með sér árangursríkt samstarf um ráðstefnu- og námskeiðahald. Haldin var fjölsótt ráðstefna um vöruhús 21. aldarinnar, þar sem kynnt var nýjasta tækni í róbótavöruhúsum og nýting gervigreindar við vörustjórnun. Vöruhús tveggja félagsmanna, Innness og Heimilistækja, voru heimsótt. Þá var efnt til námskeiðaraðar um vörustjórnun og var fyrsta námskeiðið, um strikamerki framtíðarinnar, […]

Nýir fríverslunarsamningar settu mark á starf viðskiptaráðanna

Starf millilandaviðskiptaráðanna einkenndist meðal annars af því að gerðir voru nýir fríverslunarsamningar við Indland og Taíland, en FA rekur tvíhliða viðskiptaráð fyrir Ísland og bæði löndin. Haldinn var vel sóttur kynningarfundur um fríverslunarsamninginn við Indland. Starf Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins beindist ekki síst að rekstri EES-samningsins, baráttu gegn gullhúðun Evrópureglna og að undið yrði ofan af rangri […]

Tæplega aldarlöng barátta fyrir lægri tollum heldur áfram

Rétt eins og hin 95 árin frá stofnun félagsins, setti barátta fyrir lækkun tolla og frjálsum milliríkjaviðskiptum mark sitt á starf FA. Félagið lagði meðal annars áherslu á að hneykslið við tollflokkun pitsaosts, þar sem flokkað var rangt undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, yrði leiðrétt. Bent var á jákvæð verðlagsáhrif af lækkun tolla. FA […]

Innskráning