FA lét vinnumarkaðsmál talsvert til sín taka á árinu. Félagið hvatti þannig forstjóra
stórfyrirtækja til að lækka laun sín til að sýna gott fordæmi og skapa traust í kjaraviðræðum.
Félagið studdi frumvörp um raunverulegt félagfrelsi á vinnumarkaði og um að dregið yrði úr
uppsagnarvernd opinberra starfsmanna.
Þá vakti FA athygli á því að ríkið og sveitarfélögin hefðu gert stór mistök og samið af sér í
síðustu kjarasamningum þegar samið var um styttingu vinnutíma opinberra starfsmanna.
Styttingin varð miklu rausnarlegri en á almennum markaði og kostnaðurinn langtum meiri
en lagt var upp með, án þess að áformaður ávinningur skilaði sér á móti.