FA barðist fyrir því að lengt yrði í stuðningslánum sem veitt voru minni og meðalstórum fyrirtækjum í Covid-faraldrinum, en að endurgreiða lánin á 12 mánuðum hefur reynst ýmsum fyrirtækjum þungt í skauti. FA fundaði m.a. með eftirlitsnefnd með lánunum. Hún lagði til lengingu endurgreiðslutíma um einhver ár, en niðurstaða fjármálaráðuneytisins varð að lengja endurgreiðslutímann um 18 mánuði.