Hlaðvarpsþáttur FA hóf göngu sína á ný fyrir alþingiskosningarnar í nóvember. Þátturinn birtist bæði á Spotify og Youtube, auk samfélagsmiðla FA. Forsvarsmenn flestra helstu stjórnmálaflokkanna mættu í Kaffikrókinn og ræddu um stefnu flokka sinna varðandi fyrirtækin og atvinnulífið við framkvæmdastjóra FA. Kaffikrókurinn vakti mikla athygli og ýmis ummæli forystumannanna urðu fleyg í fréttum.