Ófriður í álfunni setur umræður um fæðuöryggi í samhengi

Stríðið í Úkraínu hafði margvísleg áhrif á verslun og viðskipti á árinu. Fljótlega eftir að það
hófst beitti FA sér fyrir því, ásamt öðrum samtökum í versluninni, að matvælaráðuneytið
veitti undanþágu frá reglum um innihaldsmerkingar matvæla vegna þess að
matvælaframleiðendur þurftu margir hverjir að breyta uppskriftum með skömmum fyrirvara
vegna skorts á hráefnum.

FA fagnaði þeirri auknu umræðu um fæðuöryggi sem stríðsástandið hratt af stað, enda var
hún mun dýpri og innihaldsríkari en upphrópanir hagsmunaaðila í landbúnaði undanfarin ár
um að viðskiptahömlur séu nauðsynlegar til að tryggja fæðuöryggi. FA benti m.a. á gildi
alþjóðasamninga um frjáls viðskipti með matvörur og þann mikilvæga þátt fæðuöryggis að
neytendur geti nálgast mat á viðráðanlegu verði.

Undir lok árs gat íslensk verslun vel við unað að því leyti að hinar miklu hækkanir á ýmsum
hráefnum, sem áttu sér stað vegna stríðsins, leiddu af sér minni verðhækkanir á mat á
Íslandi en í flestum öðrum Evrópuríkjum.

Fréttir um málefnið

Innskráning