Á aðalfundi Félags atvinnurekenda var glæsilegri riti Félags atvinnurekenda dreift til félagsmanna og annarra gesta. Í ritinu má lesa um starfsemi félagsins á liðnu ári en þar er gert grein fyrir helstu baráttumálum félagsins árið 2012, námskeiðum sem félagið bauð upp á og hinum fjölbreyttu fundum sem félagið stóð fyrir. Félag atvinnurekenda sendi út könnun á félagsmenn sína um hin ýmsu málefni er snúa bæði að starfsemi félagsins og öðrum málefnum sem er í brennidepli í þjóðfélaginu eins og aðild Íslands að ESB. Niðurstöður könnunarinnar má finna í ritinu sem nú er hægt að nálgast hér á vefnum.