Bjóða ókeypis bása á vörusýningu í Dalian

21.12.2017
Sendinefndin frá Dalian með framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum ÍKV.

Viðskiptasendinefnd frá Dalian í Kína, sem heimsótti Íslensk-kínverska viðskiptaráðið í síðustu viku, býður íslenskum fyrirtækjum ókeypis bása á vörusýningu sem fram fer í borginni í maí næstkomandi. Sýningin kallast á ensku „The 32nd Dalian Import and Export Commodities Fair“ og verður haldin 17.-20. maí 2018.

Dalian er ein helsta hafnarborgin í Norðaustur-Kína og mikil flutninga- og fjármálamiðstöð. Þar er ennfremur rekinn öflugur sjávarútvegur og fiskvinnsla.

Sendinefndin átti fund með stjórn og framkvæmdastjóra Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og setti þar fram þetta góða boð. Einn af aðstandendum sýningarinnar er Alþjóðaviðskiptaráð Dalian, sem er deild í Alþjóðaviðskiptaráði Kína, CCPIT. Síðarnefnda ráðið  er samstarfsaðili ÍKV og vinna ráðin í sameiningu að því að efla viðskiptatengsl landanna.

Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan. Fyrirspurnir um sýninguna og fyrirkomulag hennar má senda á Cheng Gang, chenggang@ccpitdalian.org.

Bæklingur vörusýningarinnar 1
Bæklingur vörusýningarinnar 2
Bæklingur vörusýningarinnar 3

Nýjar fréttir

Innskráning