Breytingartillaga efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak (dags. 8. maí 2014)

FA gerir athugasemdir við þá breytingartillögu efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að veita ÁTVR heimild til að hafna áfengi ef umbúðir þess líkjast annarri vöru sem boðin er til sölu eða auglýst á almennum markaði, þ.e. svokallað keimlíkindaákvæði. FA lagði til að umrætt ákvæði yrði alfarið fellt út m.a. af þeirri ástæðu að með því væri verið að fela þremur stjórnvöldum eftirlit með sömu háttseminni.

– Smelltu og lestu umsögn FA

Deila
Tísta
Deila
Senda