FA telur fyrirtæki eiga inni hjá bönkunum vegna gengislánadóma

29.12.2016

OS Stod 2 271216Nýlegir dómar Hæstaréttar þýða að mati Félags atvinnurekenda að mörg fyrirtæki eiga von á verulegum endurgreiðslum frá lánveitendum sínum. Stöð 2 fjallaði um málið 27. desember.

Í dómunum sem um ræðir komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hefði ranglega endurreiknað vexti af lánum sem voru gengistryggð með ólögmætum hætti. Alls var Landsbankanum gert að greiða þremur fyrirtækjum yfir 2.400 milljónir auk dráttarvaxta. Fyrirtækin sem um ræðir eru Festir ehf., Hraðfrystihús Hellissands og Guðmundur Runólfsson.

„Undanfarin ár hafa bankar verið að endurreikna vexti á fyrirtæki aftur í tímann vegna þessara ólöglegu lána. Þessir dómar sýna að viðmið bankanna í þeim efnum hafa í mörgum tilfellum verið röng. Það er því við því að búast að bankarnir bregðist við þessum dómum og endurgreiði fyrirtækjunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. 

„Ef viðbótarkrafa bankanna felur í sér mikla röskun fyrir þessi fyrirtæki þá er bönkunum óheimilt að leggja hana á. Þetta á t.d. við ef viðbótarkrafan nemur stórum hluta rekstrartekna eða hagnaðar þess árs sem hún er lögð á þá. Hér styðst Hæstiréttur við mjög aðgengilega og hlutlæga mælikvarða. Bönkunum er því engin vorkunn, þeir verða að bregðast við og gera það strax. Að láta ótal mál renna í gegnum dómskerfið án þess að fara að þeim dómafordæmum sem falla til er algerlega óviðunandi.“

Frétt Stöðvar 2 um málið

Dómur í máli Festis ehf. 

Dómur í máli Hraðfrystihúss Hellissands hf. 

Dómur í máli Guðmundar Runólfssonar hf. 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning