Farmiðakaup ríkisins í Kastljósi

19.01.2015

 48bc7920990c632
Kastljós RÚV fjallaði í kvöld um kaup ríkisins á flugfarmiðum og þá staðreynd að kaupin hafa ekki verið boðin út í tvö og hálft ár, þrátt fyrir yfirlýsingar Ríkiskaupa. Í þættinum var meðal annars rætt við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra FA, en félagið hefur gagnrýnt að farmiðakaupin skuli ekki hafa verið boðin út. Ólafur benti á að á tímum harðnandi samkeppni í millilandaflugi og aðhalds í ríkisrekstri væri þetta ekki góð meðferð á skattpeningum. FA hefur átt í bréfaskiptum við Ríkiskaup um málið.

Í Kastljósþættinum kom meðal annars fram að Fjársýsla ríkisins gæti ekki svarað því hversu stór hluti farmiðaviðskipta ríkisins væri við Icelandair og hversu miklir peningar rynnu til annarra flugfélaga. Upplýsingar um þetta liggja að sögn Fjársýslunnar ekki á lausu í upplýsingakerfum ríkisins.

Kastljós RÚV 19. janúar 2015

Frétt um málið á vef RÚV

Frétt mbl.is

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning