Eignarhald banka á fyrirtækjum rætt

05.11.2013

Það var þétt setinn bekkurinn á Nauthóli í morgun þar sem Félag atvinnurekenda stóð fyrir opnum fundi um eignarhald banka á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Fundurinn var liður í átakinu um Falda aflið.

 

Páll Rúnar M Kristjánsson, lögmaður FA, fjallaði um þann hluta laga um fjármálafyrirtæki sem snýr að eignarhaldi á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Hann telur að Fjármálaeftirlitið þurfi að skýra betur sína túlkun á lagaákvæði sem varðar framlengingu á eignarhaldstíma banka á fyrirtækjum. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, ræddi endurskipulagningu fyrirtækja og setti hana m.a. í samhengi við fjármagnshöftin og glímuna við snjóhengjuna svokölluðu. Þá fjallaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, afleiðingar hrunsins og hættuna á því að seinni hálfleikur endurskipulagningar rekstrar fyrirtækja gæti verið yfirvofandi í ljósi skuldstöðu fyrirtækja.

 

Ljóst er að eignarhald banka á fyrirtækjum, skuldastaða atvinnulífsins og gjaldeyrishöft eru atriði sem þurfa að komast í ásættanlegri farveg. Það var mál framsögumanna og fundarmanna sem tóku til máls að mikil þörf væri á skýrri stefnumótun stjórnvalda um þessi málefni.

 

 

Glærur Páls Rúnars

 

Glærur Sigurðar Atla

 

Ræða Þórðar Snæs

 

Sigurður Atli í viðtali við VB sjónvarp

 

Páll Rúnar í viðtali við VB sjónvarp

 

Almar í viðtali við VB sjónvarp

 

Almar í viðtali við Reykjavík síðdegis

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning