Gjöld án eftirlits? Komdu á spjallfund FA

28.11.2013
Næsti morgunverðarfundur Félags atvinnurekenda fer fram nk. þriðjudag 3. desember kl. 8.30 – 10.00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum félagsins, í Húsi verslunarinnar. Til umræðu verða eftirlitsgjöld og starfsemi ýmissa eftirlitsstofnana sem hafa áhrif á starf fyrirtækja í landinu. Samkvæmt aðgerð 10 í Falda aflinu er lagt til að innheimt verði gjald fyrir ákveðna þjónustu eða eftirlit í stað þess að innheimta fari fram í formi (dulbúinna) skatta. Umfjöllunarefnin verða eftirfarandi:

 

Ólafur Adolfsson, Apóteki Vesturlands, fjallar um fyrirkomulag eftirlits í lyfjageiranum

 

Almar Guðmundsson og Páll Rúnar M. Kristjánsson: Skilvirkni eftirlits og gjaldtaka. Nokkur dæmi úr reynslubankanum.

 

Hver er staðan varðandi eftirlit á dagvörumarkaði? Hvað með fiskvinnslu og fiskmarkaði?

 

Smelltu hér og skráðu þig núna

Ertu með ábendingu um umfjöllunarefni sem varðar eftirlit og kostnað við það í þeim geira sem þú starfar? Smelltu þá hér og láttu okkur vita.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning