Helmingur aðildarfyrirtækja hefur orðið fyrir óþægindum vegna vetrarfría

Vetrarfrí könnunRétt um helmingur aðildarfyrirtækja FA hefur orðið fyrir óþægindum vegna vetrarfría í leik- og grunnskólum, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal félagsmanna. Nánar tiltekið hafa 49% orðið fyrir óþægindum.

FA og fleiri samtök í atvinnulífinu hafa gagnrýnt að vetrarfríin skuli hafa verið sett á án nokkurs samráðs við atvinnurekendur. Þrátt fyrir yfirlýst markmið um að fjölga samverustundum barna og foreldra verður niðurstaðan oft önnur; ekki geta allir foreldrar tekið sér frí og niðurstaðan verður óþægindi, stress og leiðindi fyrir börn, foreldra og fyrirtæki.

Talsvert er um að foreldrar séu farnir að geyma sumarleyfisdaga til að nota í vetrarfríi barnanna, en niðurstaðan af því er ekki fleiri samverustundir barna og foreldra, heldur frekar að sameiginlegt frí fjölskyldunnar dreifist meira yfir árið.

Könnunin var gerð dagana 19.-26. janúar. Hún var send til forsvarsmanna 150 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 94, eða 62,7%.

Deila
Tísta
Deila
Senda