Íslensk-evrópska viðskiptaráðið stofnað

16.05.2018
Frá stofnfundi ÍEV í dag.

Stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins var haldinn í dag, í lok málþings um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins, sem Félag atvinnurekenda og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi stóðu að í sameiningu. Stofnfélagar í ráðinu eru rúmlega 20 fyrirtæki, í innflutningi, útflutningi, ferðaþjónustu, flutningum, ráðgjöf og fleiri greinum tengdum viðskiptum Íslands og ESB.

Í fyrstu stjórn ÍEV voru kjörin þau Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, formaður, Margrét Guðmundsdóttir, einn af eigendum Icepharma, Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor ehf., Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson og Kaaber og Damien Degeorges, framkvæmdastjóri Degeorges Consulting ehf.

Stofnfélagar eru Degeorges Consulting ehf., ENOX Production Services GmbH, Festi hf., Frostfiskur ehf., G. Ingason hf., Garri ehf, Golden Seafood Company ehf., Hafgæði sf., Hafnarnes VER hf., Hagar hf., Icemar ehf., Icepharma hf., Innnes ehf., Islenska umboðssalan ehf., Ísfiskur hf., Málflutningsstofa Reykjavíkur ehf., Ó. Johnson og Kaaber ehf., Sælkeradreifing ehf., Smyril Line Ísland ehf., Toppfiskur ehf., Tor ehf. og WOW Air ehf.  Enn er tækifæri til að gerast stofnfélagi ráðsins. Áhugasöm fyrirtæki eru hvött til að hafa samband við skrifstofu Félags atvinnurekenda, en FA heldur utan um rekstur ráðsins.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, fyrir miðri mynd, er formaður ÍEV.

Í samþykktum ÍEV segir að tilgangur ráðsins sé að „efla verslunarog viðskiptasambönd milli Íslands og Evrópusambandsins. Sérstakt viðfangsefni ráðsins er beita sér fyrir því rekstur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gangi sem best og allir aðilar samningsins standi við skuldbindingar sínar samkvæmt honum. Jafnframt er það hlutverk ráðsins stuðla því viðskipti samkvæmt tvíhliða samningum Íslands og ESB gangi sem greiðast fyrir sig.“

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning