Íslensk-indverska viðskiptaráðið

Íslensk-indverska viðskiptaráðið var stofnað að frumkvæði Félags íslenskra stórkaupmanna, sem nú heitir Félag atvinnurekenda, og ræðismanns Indlands á Íslandi hinn 4. maí 2005.

Eins og kemur fram í samþykktum ráðsins sem lagðar voru fram á stofnfundi þess þá hefur Íslensk-indverska viðskiptaráðið það verkefni að efla verslunar- og viðskiptasambönd milli Indlands og Íslands. Í því felst m.a. að veita félagsmönnum upplýsingar og ráðgjöf, miðla viðskiptasamböndum, vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félagsmanna og standa fyrir málþingum, félagsfundum og ráðstefnum í samræmi við tilgang félagsins.

Starfsemi ráðsins felst meðal annars í kynningu á tækifærum í gagnkvæmum viðskiptum á milli Íslands og Indlands og móttöku viðskiptasendinefnda frá Indlandi.

Árgjald ÍIV er 25.000 krónur, en 15.000 krónur fyrir smærri fyrirtæki með veltu undir 50 m.kr. Hægt er að skrá fyrirtæki í ráðið hér að neðan.

  • ÍIV hefur gert samstarfssamning við Indo Icelandic Business Association (IIBA) í Indlandi, en það eru samtök fyrirtækja sem hafa áhuga á viðskiptum við Ísland. Þá hefur Félag atvinnurekenda, sem rekur ÍIV, samstarfssamning við ASSOCHAM, Associated Chambers of Commerce and Industry of India. ASSOCHAM er regnhlífarsamtök viðskiptaráða og atvinnurekendasamtaka á Indlandi.
  • Samkvæmt samstarfssamningi FA og utanríkisráðuneytisins tekur formaður ráðsins þátt í árlegum fundi viðskiptaráða með utanríkisráðherra. Þá á stjórn ráðsins árlegan fund með sendiherra Íslands í Indlandi.
  • ÍIV hefur staðið fyrir fjölda funda og ráðstefna um viðskipti Íslands og Indlands, tekið á móti viðskiptasendinefndum og skipulagt fyrirtækjastefnumót.
  • Árin 2019 og 2023 voru skipulögð fjölmenn indversk-íslensk viðskiptaþing, það fyrra í tilefni af opinberri heimsókn Ram Nath Kovind forseta Indlands hingað til lands og það síðara er fjölmenn viðskiptasendinefnd IIBA kom hingað til lands.
  • Fríverslunarsamningur EFTA og Indlands sem var undirritaður í mars 2024 mun efla viðskiptatengsl Íslands og Indlands til muna. ÍIV stóð fyrir kynningu á samningnum og mun vinna með íslenskum stjórnvöldum að því að framkvæmd hans gangi sem greiðast fyrir sig. 
  • Bala Kamallakharan, Startup Iceland, formaður
  • Andrés Vilhjálmsson, Kjarnafæði
  • Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Lýsi

  • Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen

Skráning í Íslensk-indverska viðskiptaráðið

Skráning í Íslensk-indverska viðskiptaráðið