Íslensk-indverska viðskiptaráðið

Íslensk-indverska viðskiptaráðið var stofnað að frumkvæði Félags íslenskra stórkaupmanna, sem nú heitir Félag atvinnurekenda, og ræðismanns Indlands á Íslandi hinn 4. maí 2005.

Eins og kemur fram í samþykktum ráðsins sem lagðar voru fram á stofnfundi þess þá hefur Íslensk-indverska viðskiptaráðið það verkefni að efla verslunar- og viðskiptasambönd milli Indlands og Íslands. Í því felst m.a. að veita félagsmönnum upplýsingar og ráðgjöf, miðla viðskiptasamböndum, vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félagsmanna og standa fyrir málþingum, félagsfundum og ráðstefnum í samræmi við tilgang félagsins.

Starfsemi ráðsins felst meðal annars í kynningu á tækifærum í gagnkvæmum viðskiptum á milli Íslands og Indlands og móttöku viðskiptasendinefnda frá Indlandi.

Árgjald ÍIV er 25.000 krónur, en 15.000 krónur fyrir smærri fyrirtæki með veltu undir 50 m.kr. Hægt er að skrá fyrirtæki í ráðið hér að neðan.

  • ÍKV hefur staðið fyrir Kínverskum dögum hérlendis og unnið að kínverskum vörusýningum.
  • ÍKV hefur skipulagt velheppnaðar hópferðir til Kína á Canton vörusýninguna sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.
  • Kínverskum áramótum er fagnað árlega.
  • Reglulega eru haldin málþing um viðskipti Íslands og Kína
  • ÍKV hefur staðið að fyrirtækjastefnumótum íslenskra og kínverskra fyrirtækja
  • Tekið er á móti mörgum kínverskum viðskiptasendinefndum árlega
  • Bala Kamallakharan, Startup Iceland, formaður
  • Andrés Vilhjálmsson, Kjarnafæði
  • Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Lýsi

  • Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen