ÍTV kynnt í Bangkok

29.03.2017
Poul Weber (t.h.) tók við þakklætisskjali ÍTV úr hendi Páls Arnar Steinarssonar og Þórðar Aðalsteinssonar.

Íslensk-taílenska viðskiptaráðið, sem stofnað var síðastliðið haust, var kynnt á árlegum viðburði Scandinavian Society Siam í Bangkok í Taílandi um síðustu helgi. ÍTV var styrktaraðili árlegrar garðveislu félagsins ásamt ferðaskrifstofunni Iceland Encounter.

Fulltrúar ÍTV í Bangkok, þeir Þórður Aðalsteinsson og Páll Arnar Steinarsson fluttu kynningu um stofnun og hlutverk ÍTV á viðburðinum og fengu í framhaldinu talsvert af fyrirspurnum um möguleg aukin viðskiptatengsl Taílands og Íslands.

Þá hlaut Poul Weber, kjörræðismaður Íslands í Bangkok, þakklætisvott frá ÍTV fyrir áratuga starf í þágu Íslendingasamfélagsins í Taílandi.

Kynning á ÍTV

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning