Jöfnun peningaflutninga

28.05.2020

„Endahnútur“ Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA í Viðskiptablaðinu 28. maí 2020.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um niðurlagningu Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara. Frumvarpið kom fram nokkrum dögum eftir að ríkinu var stefnt vegna ólögmætis innheimtu gjalda til sjóðsins. Hún hefur farið þannig fram að gjald eða skattur er tekinn af innflytjendum olíuvara og peningunum svo úthlutað til að styrkja fyrirtæki sem keyra meira með olíu um landið en önnur. Peningar eru með öðrum orðum teknir af fyrirtækjum og afhentir keppinautum þeirra, sem raskar að sjálfsögðu samkeppni.

Form gjaldtökunnar brýtur gegn stjórnarskránni vegna þess að það hefur ekki verið löggjafinn heldur Byggðastofnun, sem ákveður fjárhæð gjaldsins. Það er þess vegna jákvætt að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrann hafi lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að hinni ólögmætu gjaldtöku verði hætt. Öllu verra er að hann leggur til að flutningsjöfnunarbixinu verði haldið áfram, bara í breyttu formi.

mati Félags atvinnurekenda er flutningsjöfnun á olíuvörum tímaskekkja. Frumvarpið gengur út frá að fyrirtæki sem flytja olíuvörur á tiltekin svæði fái áfram fjármuni úr ríkissjóði án þess að vera skuldbundin til að lækka verð á þeim sömu svæðum. Í því er afskaplega lítið vit.

FA hefur bent á að á öðrum mörkuðum, til dæmis í smásölu með mat eða byggingavörur, hafa fyrirtæki séð sér hag í að bjóða sama verð um allt land, án þess að ríkið komi þar nálægt. Hefð er fyrir því að sama fyrirtæki bjóði eldsneyti á mismunandi verði á mismunandi sölustöðum. Að borga fyrirtækjum fyrir að flytja eldsneyti á milli staða breytir engu þar um. Það er allt eins hægt að nota þær greiðslur til að lækka verð á mörkuðum þar sem virk samkeppni ríkir.

Það liggur beint við að klippa af frumvarpi ráðherra og hætta þessum peningaflutningum á milli fyrirtækja.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning