Jónatan nýr lögfræðingur FA

17.05.2019
Jónatan Hróbjartsson

Jónatan Hróbjartsson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu Félags atvinnurekenda, í afleysingum fyrir Guðnýju Hjaltadóttur, sem verður í fæðingarorlofi fram í febrúar á næsta ári.

Jónatan er 25 ára. Hann lýkur meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í vor. Hann starfaði áður hjá Íbúðalánasjóði og lögmannsstofunni Jónatansson & co.

Starfssvið Jónatans hjá FA snýr að samningarétti, kröfurétti, félagarétti, Evrópurétti, stjórnsýslurétti, skaðabótarétti, samkeppnisrétti, vinnurétti og útboðsrétti.

FA býður Jónatan velkominn til starfa.

Nánari upplýsingar um Jónatan

 

Nýjar fréttir

Innskráning