Jónatan nýr lögfræðingur FA

17.05.2019
Jónatan Hróbjartsson

Jónatan Hróbjartsson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu Félags atvinnurekenda, í afleysingum fyrir Guðnýju Hjaltadóttur, sem verður í fæðingarorlofi fram í febrúar á næsta ári.

Jónatan er 25 ára. Hann lýkur meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í vor. Hann starfaði áður hjá Íbúðalánasjóði og lögmannsstofunni Jónatansson & co.

Starfssvið Jónatans hjá FA snýr að samningarétti, kröfurétti, félagarétti, Evrópurétti, stjórnsýslurétti, skaðabótarétti, samkeppnisrétti, vinnurétti og útboðsrétti.

FA býður Jónatan velkominn til starfa.

Nánari upplýsingar um Jónatan

 

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning