Starfsmenntasjóður
verslunarinnar

Starfsmenntasjóður verslunarinnar var stofnaður á grundvelli kjarasamnings á milli VR og LÍV annars vegar og Félags atvinnurekenda hins vegar sem tók gildi 1. febrúar árið 2000.

Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun starfsmanna, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Hér má nálgast reglur sjóðsins.

Umsækjendur skulu fylla út rafræna umsókn, sjá neðar á síðunni.

Stjórn sjóðsins skipa:

Árni Leósson formaður (VR)
Selma Kristjánsdóttir (VR/LÍV)
Anna Kristín Kristjánsdóttir (FA)
Bjarndís Lárusdóttir (FA)

Umsóknir fyrirtækja um styrk í sjóðinn

Fræðslustjóri að láni

Fræðslustjóri að láni er samvinnuverkefni átta starfsmenntasjóða og -setra. Fyrirtæki geta sótt um að fara af stað með verkefnið sem byggir á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu-og þjálfunarmál fyrirtækisins, vinnur þarfagreiningu á fræðslu starfsmanna og vinnur fræðsluáætlun sem fyrirtækið nýtir til að mæta þörfum starfsmanna sinna. Fyrirtæki bera ekki kostnað af þessu verkefni.

Umsókn um fræðslustjóra að láni

Fræðsla fyrir félagsmenn FA

Að beiðni FA hafa fræðslufyrirtæki, sem aðild eiga að félaginu, stillt upp fræðsluframboði sem tekur mið af þörfum félagsmanna fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks eins og þær eru skilgreindar í skýrslu, sem Attentus vann fyrir FA. Tilgangurinn er að auðvelda aðgang félagsmanna að hentugu námsframboði og námsefni og hvetja þá til að nýta styrki úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar til að styrkja starfsfólkið sitt með fræðslu og þjálfun.

Kynntu þér fræðsluna sem er í boði

 

Umsóknargáttin Áttin

Áttin er sameiginleg umsóknargátt átta sjóða og starfsmenntasetra. Aðstandendur Áttarinnar eru, auk Starfsmenntasjóðs verslunarinnar, Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Landsmennt, Sjómennt, Rafmennt, Iðan fræðslusetur og Menntasjóður sambands stjórnendafélaga.

Hér að neðan er stutt kynningarmyndband sem skýrir hvernig sótt er um styrki í gegnum Áttina. Hægt er að sækja um í marga sjóði í einu ef fyrirtækið og starfsmenn þess eiga réttindi í fleiri en einum sjóði. Hægt er að sækja um styrki bæði fram í tímann og allt að tólf mánuði aftur í tímann.

Kynntu þér Áttina

Innskráning