Kjarasamningur við Rafiðnaðarsambandið samþykktur

24.06.2019
Frá undirritun samningsins. Björn Ágúst Sigurjónsson hjá RSÍ og Ólafur Stephensen hjá FA takast í hendur.

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda og Rafiðnaðarsambands Íslands hefur verið samþykktur af báðum aðilum og gildir frá 1. apríl síðastliðnum.

Samningurinn, sem var undirritaður 14. júní, var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna í RSÍ, sem lauk í dag. Á kjörskrá voru 137. Atkvæði greiddu 67, sem er 48,91% þátttaka. Samþykkir samningnum voru 47 eða 70,1%. Andvígir honum voru 17 eða 25,4%. Þrír tóku ekki afstöðu, eða 4,5%.

FA boðaði til félagsfundar til kynningar á samningum hinn 19. júní, eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Stjórn félagsins samþykkti samninginn samhljóða 20. júní.

Nánari upplýsingar um kjarasamning FA og Rafiðnaðarsambandsins

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning