Kjarasamningur við RSÍ undirritaður

10.09.2015
Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.
Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsamband Íslands undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Taxta- og prósentuhækkanir launa eru þær sömu og í öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði undanfarna mánuði.

Samningurinn er þannig að verulegu leyti samhljóða samningi þeim sem RSÍ gerði við Samtök atvinnulífsins fyrr í sumar en auk þess var þar samið um nokkur sérmál á milli FA og rafiðnaðarmanna.

Félagar í RSÍ sem eru í starfi hjá félagsmönnum FA munu greiða atkvæði um samninginn á næstu vikum. Þá verður hann borinn undir stjórn FA til samþykktar eins og lög félagsins kveða á um og kynntur þeim félagsmönnum sem við á.

Kjarasamningur FA og RSÍ

Nýjar fréttir

Innskráning