Kjarasamningur við VR og LÍV samþykktur

24.04.2019
Frá undirritun kjarasamningsins.

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hefur verið samþykktur af hálfu allra samningsaðila og gildir því frá 1. apríl síðastliðnum.

Á kjörskrá um samning VR og Félags atvinnurekenda voru 1.699 félagsmenn VR og greiddi 451 af þeim atkvæði eða 26,55 prósent. Samningurinn var samþykktur með 88,47% atkvæða, en já sögðu 399 félagsmenn og nei 47, eða 10,42%. Auð atkvæði voru 5 eða 1,1%.

Sérstök atkvæðagreiðsla var jafnframt um samninginn við FA hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Ellefu af 33 á kjörskrá, eða þriðjungur, greiddu atkvæði um samninginn. Allir 33, eða 100%, samþykktu samninginn.

Stjórn FA samþykkti samninginn samhljóða á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn. Daginn áður var samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum á fundi.

 

Upplýsingar um kjarasamninga FA og VR/LÍV

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning