Könnun FA: Meirihluti segir gjaldtöku ekki í samræmi við veitta þjónustu

16.02.2015

Gjaldtaka

Meirihluti aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda, eða 54%, telur að gjaldtaka stjórnvalda sé ekki í samræmi við veitta þjónustu. Þetta kemur fram í könnun, sem FA gerði meðal félagsmanna sinna í janúar.

Þannig segjast 15% mjög ósammála þeirri fullyrðingu að gjaldtaka stjórnvalda sé í samræmi við veitta þjónustu og 39% seguast henni sammála. Aðeins 1% segist mjög sammála og 6% sammála, en 39% velja kostinn „hvorki né“.

Þetta er mjög svipuð niðurstaða og í sambærilegri könnun FA í fyrra, en þá sögðust einnig 54% ósammála því að gjaldtaka tæki mið af veittri þjónustu, 4% sögðust sammála og 43% voru hlutlaus.

Eitt af baráttumálum FA undir merkjum Falda aflsins er að gjaldtaka ríkisins fyrir veitta þjónustu sé í samræmi við umfang þjónustunnar. FA hefur til dæmis vakið athygli á og gagnrýnt að fyrirtæki greiði milljónir króna í lyfjaeftirlitsgjald en sjái framan í lyfjaeftirlitsmann á nokkurra ára fresti.

 

Nýjar fréttir

Innskráning