Kynning á nýjum kjarasamningum

29.01.2016

Kynning á kjarasamningum 290116

Kjarasamningar við viðsemjendur Félags atvinnurekenda, sem undirritaðir hafa verið á síðustu dögum, voru kynntir félagsmönnum á almennum félagsfundi í dag.

Lög félagsins gera ráð fyrir að kjarasamningar séu gerðir með fyrirvara um samþykki stjórnar. Stjórn FA samþykkti samningana fyrir sitt leyti á stjórnarfundi sl. þriðjudag. Samkvæmt lögunum ber einnig að kynna nýja samninga á almennum félagsfundi eins fljótt og unnt er.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins fór yfir samningana, forsögu þeirra og samhengi. Talsverðar umræður urðu á fundinum og komu fram ýmsar spurningar frá aðildarfyrirtækjum.

Glærur Ólafs

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning