
Nýir kjarasamningar FA og Sambands íslenskra auglýsingastofa við Rafiðnaðarsambandið og Grafíu verða kynntir á rafrænum félagsfundi þriðjudaginn 20. desember. Fundurinn verður haldinn á Zoom kl. 10-10.30. Skráning á fundinn er hér að neðan.
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA mun fara yfir efni samninganna.
Samningurinn var undirritaður í dag, laugardag. Samkvæmt lögum FA skulu allir kjarasamningar við samtök launþega undirritaðir með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins. Samþykktan samning skal kynna á almennum félagsfundi eins fljótt og unnt er. Samningsaðilar þurfa að tilkynna um afgreiðslu samningsins 28. desember.