Lyfjaeftirlit á 10 ára fresti

11.11.2014

Morgunblaðið segir frá því að lyfjafyrirtækið Icepharma og fyrirrennari þess hafi fengið heimsókn frá lyfjaeftirlitsmanni á tíu ára fresti; síðast árið 2009 og þar áður árið 1999. Bessi Jóhannesson, framkvæmdastjóri lyfjasviðs frá Icepharma, segir hins vegar frá því í fréttinni að fyrirtækið greiði 13 milljónir króna í lyfjaeftirlitsgjald á ári. „Við greiðum nóg í gjöld sen söknum þess að sjá ekki eftirlitið,“ segir Bessi.

 

Í fréttinni er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að lyfjaeftirlitsgjaldið endurspegli engan veginn kostnaðinn við lyfjaeftirlitið hjá umsvifamiklum fyrirtækjum. Rifjaðar eru upp tillögur FA undir merkjum Falda aflsins um að gjöld, sem lögð eru á fyrirtæki vegna eftirlits, byggist á þeirri vinnu sem raunverulega er unnin, en séu ekki lögð á sem skattur.

 

Umfjöllun Morgunblaðsins 10. nóvember

Tillögur FA undir merkjum Falda aflsins um eftirlitsgjöld

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning