Málþing ÍKV 31. maí: Samstarf Íslands og Kína í loftslagsmálum

15.05.2023

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið efnir til opins málþings um samstarf Íslands og Kína í loftslagsmálum í tengslum við aðalfund ráðsins 31. maí næstkomandi. Málþingið hefst kl. 16 í fundarsal VR á jarðhæð Húss verslunarinnar, Kringlunni 7.

Sérfræðiþekking og tækni eins fámennasta ríkis heims nýtist nú í verkefnum, sem miða að því að auðvelda einu því fjölmennasta að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum, heimsbyggðinni allri til hagsbóta. Á málþinginu verður m.a. fjallað um reynslu tveggja íslenskra fyrirtækja af verkefnum í Kína og sendiherra Kína fjallar um samstarfið frá sjónarhóli kínverskra stjórnvalda.

Dagskrá

16.00   Jónína Bjartmarz, formaður ÍKV og fundarstjóri
Málþingið opnað

16.05   He Rulong, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi
Ávarp

16.15   Ómar Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Carbon Recycling International
Reynsla CRI af markaðssókn með loftslagsvæna tæknilausn í Kína

16.30   Kristinn Ingi Lárusson, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Carbfix
Climate issues are a global matter but do we have global solutions?

16.45   Móttaka með léttum veitingum

Málþingið er öllum opið en skráning er nauðsynleg. Skráningarform hér að neðan.

Skráning á loftslagsmálþing ÍKV

Nýjar fréttir

Innskráning