Félag atvinnurekenda efnir til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni „Hvernig geta fyrirtæki varist netglæpum?“ 9. apríl næstkomandi kl. 8.30-10. Fundurinn verður haldinn í fundarsal félagsins á 9. hæð í Húsi verslunarinnar.
Netglæpir af ýmsu tagi hafa færst í vöxt undanfarin ár. Afbrotamenn, sem leitast við að svíkja fé út úr fólki og fyrirtækjum, verða sífellt færari í ýmiss konar fölsunum og leggja gildrur, sem því miður eru dæmi um að fyrirtæki gangi í og tapi jafnvel háum fjárhæðum. Hvernig geta fyrirtæki þekkt slíkar gildrur, varist netglæpum og stuðlað að því að lögum verði komið yfir tölvuþrjótana?
Dagskrá fundarins:
Reynslusögur og réttarstaða fyrirtækja
Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur FA
Hvernig blekkja óprúttnir aðilar saklausa starfsmenn og hvernig getum við varist þeim?
Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis
Hvernig getur lögreglan aðstoðað fyrirtæki gegn svikum?
Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá tölvurannsóknadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en skráning hér að neðan er nauðsynleg. Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Fundarstaður er á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.