Næsta örnámskeið: Samskipti við stjórnvöld

24.10.2022
Flóki Ásgeirsson

Er fyrirtækið þitt í samskiptum við stjórnvöld vegna t.d. eftirlits, leyfisveitinga, skatta eða gjalda? Á næsta örnámskeiði FA um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri verður farið yfir það helsta sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga þegar þau eiga í samskiptum við hið opinbera. Hvernig best sé að gæta réttar fyrirtækja þegar kemur að því að fjalla um réttindi eða skyldur gagnvart hinu opinbera og hvaða úrræði þeim standi til boða.

Námskeiðið verður haldið á Zoom kl. 10-10.30 þriðjudaginn 1. nóvember. Umsjón með því hefur Flóki Ásgeirsson. Hann er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti. Hann er með meistaragráðu í lögfræði frá Harvard-háskóla og er í hópi eigenda MAGNA lögmanna.

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Zoom með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, fjármálastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá svo sent fundarboð með hlekk til að taka þátt í námskeiðinu með góðum fyrirvara.

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning