Næsta örnámskeið: Stéttarfélög og vinnudeilur – hvaða reglur gilda um kjarasamninga og verkföll?

12.10.2022
Guðný Hjaltadóttir

Í upphafi vetrar þar sem samskipti atvinnurekenda og stéttarfélaga gætu orðið erfið, er ástæða til að rifja upp lög um stéttarfélög og vinnudeilur og fara m.a. yfir þær reglur sem gilda um kjarasamninga og kjaradeilur, boðun verkfalla, réttarstöðu vinnuveitenda og launþega í verkfalli og ýmis þau álitamál sem upp geta komið. Þetta er umfjöllunarefni næsta örnámskeiðs FA um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri, en það verður haldið á Zoom þriðjudaginn 18. október kl. 10-10.30.

Umsjón með námskeiðinu hefur Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur FA.

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Zoom með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, fjármálastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá svo sendan hlekk til að taka þátt í námskeiðinu með góðum fyrirvara.

Nýjar fréttir

Innskráning